3.4 C
Selfoss

Verðlaunahafar í jólastafaleiknum í Árborg dregnir út

Vinsælast

Þann 5. janúar sl. voru afhent útdráttarverðlaun fyrir innsendar lausnir í jólastafaleiknum í Árborg 2016. Leikurinn gekk út á að finna bókstafi í jólagluggum sem opnuðu víðsvegar um sveitarfélagið frá 1. til 24. desember og raða þeim saman í setningu á sérstöku þátttökublaði, svara spurningum og skila svo inn blaðinu.

Þrír heppnir þátttakendur voru dregnir út en það voru Tinna Lind Aronsdóttir, Einar Ari Gestsson og Sunna Bryndís Reynisdóttir. Fengu þau öll borðspilið Krakka Alias og bíómiða í Selfossbíó í verðlaun.

Öllum sem sendu inn lausnir er þakkað fyrir þátttökuna sem og þeim fyrirtækjum og stofnunum sem tóku þátt í leiknum og skreyttu glugga hjá sér í desember.

Nýjar fréttir