Karlalið Selfoss varð um helgina Íslandsmeistari í innanhússknattspyrnu, Futsal, er liðið sigraði Víking Ólfsvík 3-2 í úrslitaleik. Var þetta jafnframt fyrsti Íslandsmeistaratitill meistaraflokks karla sem fer austur fyrir fjall. Selfoss lék einnig til úrslita í kvennaflokki en varð að lúta í lægra haldi fyrir liði Álftaness 4-3.
Hjá körlunum komst Víkingur Ó. yfir með marki á 10. mínútu en Selfoss jafnaði og komst svo í 2-1 með marki á 30. mínútu leiksins. Víkingur jafnaði stuttu síðar en sigurmark leiksins kom á 35. mínútu en það var Richard Sæþór Sigurðsson sem skoraði það og tryggði Selfossi Íslandsmeistaratitilinn. Boltinn fór í Ólafsvíking áður en hann fór í netið og telst því sjálfsmark.
Álftanes vann 4-3 sigur á Selfossi í úrslitaleik kvenna. Leikurinn var bráðfjörugur en Álftanes komst í 3-1 í fyrri hálfleik. Álftanes leiddi svo 4-1 áður en Selfoss skoraði tvívegis og varð lokastaðan 4-3 fyrir Álftanes sem varð Íslandsmeistari.