Í byrjun desember festi Prentmet Suðurlands á Selfossi kaup á nýrri stafrænni prentvél. Vélin heitir Ricoh Pro C7100s og er ein af nýjustu stafænu prentvélunum frá Ricoh. Vélin mun bæta gæði prentunar sem skilar sér í enn betri þjónustu til viðskiptarvina fyrirtækisins.
Nýja vélin hefur marga eiginleika fram yfir eldri prentvél fyrirtækisins. Hún getur prentað á meira úrval af gæðapappír og einnig þykkari pappír, ásamt því að gæði og nákvæmni eru eins og best gerist í stafrænum prentvélum í dag. Nýja vélin býður einnig upp á möguleika á að prenta á stærri pappírstærðir en áður var í boði. Hún getur prentað á stærðina 32×70 cm sem er einstaklega hentug stærð fyrir t.d. ljósmyndaprentanir eða gluggaskilti fyrirtækja.
Nýja prentvélin mun sjá um alla almenna prentun hjá útibúinu á Selfossi, allt frá nafnspjöldum yfir í bæklinga og plaköt. Starfsmenn Prentmets eru mjög spenntir að geta boðið fólki upp á bætta þjónustu og aukin gæði með nýju prentvélinni.