2472
Miðvikudagur 24. október 2018 11 DAGSKRÁIN - Fréttablað Suðurlands Ekki missa af þessu tækifæri Okkur vantar leikskólakennara í 80% stöðu Krakkaborg er þriggja deilda leikskóli og að jafnaði dvelja þar um 40–45 nemendur frá níu mánaða til sex ára. Hús- næði leikskólans er nýlegt og aðstaða og aðbúnaður mjög góður. Hér er góður starfsmannahópur, hátt hlutfall fagmenntaðra, yndislegir nemendur og jákvæðir foreldrar. Umhverfi leikskólans býður upp á óendanlega möguleika. Þeir sem vilja vera virkur hluti liðsheildar, jákvæðir og skapandi ættu ekki að hika. Við erum falin perla aðeins í 10 mínútna akstri frá Selfossi. Áhugasamir eru velkomnir í heimsókn. Hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum • Frumkvæði og jákvæðni • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Ef ekki fæst leikskólakennari til starfa eru aðrar umsóknir teknar til skoðunar. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Hólm Þorkelsdóttir leikskólastjóri í síma 480 0151/863 7037 eða Björg Kvaran aðstoðarleikskólastjóri í síma 480 0151/845 1019. Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið leikskoli@floahreppur.is . Hver er framtíð skógræktar í ljósi áætlana um aukna kolefnisbindingu? Samráðsfundur Skógræktarinnar með skógarbændum á Suðurlandi 30. október nk. kl. 15:00–17:00 á Hótel Selfossi Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri fjallar um aukin verkefni skógræktar á Íslandi vegna áætlana stjórnvalda um aukna kolefnisbindingu, m.a. með skógrækt og landgræðslu. Í starfi mínu hitti ég marga, sérstaklega á Suðurlandi og á Reykjavíkursvæðinu og get vottað um að frábær frammi staða handboltaliðs Umf. Selfoss hefur vakið mikla athygli hér á svæðinu og um allt land. Margir spyrja hvernig þetta sé hægt og þó ég viti auðvitað ekki svarið við því er ég stoltur og ánægður með frammistöðuna, ekki síst þar sem liðið er að mestu leyti skipað heimamönnum sem við þekkjum. Nú stendur liðið efst í úrvaldsdeild karla og hefur náð lengra en nokkru sinni fyrr í Evrópukeppni. Framundan er þriðja umferð og liðið á góða möguleika að komast í riðla keppni sem ekkert íslenskt lið hefur komist í. Til þess þarf aðstoð því Evrópukeppn in er dýr og nú er komið að okkur, áhuga fólkinu, að sameinast um að hjálpa strák unum áfram. Margar hendur vinna létt verk og ég hef ákveðið að mitt litla fyrirtæki geti hjálpað til. Ég heiti hér með á liðið og mun styrkja það um kr. 1.000 fyrir hvert mark sem það skorar í þriðju umferð Evrópukeppninnar og ég vona að þeir skori sér inn 60–70 þúsund frá mér. Jafnframt skora ég á önnur fyrirtæki á Suð urlandi og á landsvísu að jafna þessa áskorun mína, og það má auðvitað gera betur! Ég mun skora á einhver ákveðin fyrirtæki að taka þátt í áskoruninni en einnig munu skráningarblöð verða á ferðinni, liggja frammi í fyrirtækjum og hægt að nálgast þau hjá hand knattleiksdeildinni. Fyrirtækin sem taka þátt munu fá nafn sitt á sérstakan heiðursvegg í Hleðsluhöllinni. Skráningu og styrkjum má líka koma á fram færi í tölvupósti á handbolti@ umfs.is eða í síma 694 1721. Sýnum nú samstöðuna í verki! Baldur Róbertsson, BR flutningar. Áskorun: Evrópumarkið Baldur Róbertsson HANDBOLTI Selfoss mætir pólska liðinu Azoty-Puławy í 3. umferð Evrópu- keppni félagsliða. Leikirnir verða spilaðir laugardag- ana 17. og 24. nóvember. Fer fyrri leikurinn fram í Pól landi en sá seinni hér heima. Selfoss sækir Fjölni heim í Coca Cola-bikarnum HANDBOLTI Í seinustu viku var dregið í fyrstu umferð bikar keppni HSÍ, Coca-Cola bikarn um. Meistaraflokkur kvenna var í pottinum ásamt 15 öðrum liðum og drógust þær á móti Fjölni. Þær munu því fara í heimsókn í Graf arvoginn föstudaginn 2. nóv ember. Meistaraflokkur karla sat hjá í fyrstu umferð en bætast við í pottinn í næstu umferð. Herrakvöld knatt- spyrnudeildar KNATTSPYRNA Herrakvöld knattspyrnudeildar Selfoss verður haldið í Hvíta húsinu föstudaginn 9. nóvember. næstkomandi. Allir herrar eru hvattir til að taka daginn frá. GLÍMA Fyrsta umferðin í meistara mótaröð Glímusambands Íslands fór fram á Reyðarfirði sl. laugar dag. Tveir keppendur af sambands svæði HSK voru á meðal þátt takenda að þessu sinni. Marín Laufey Davíðsdóttir, sem var lítið með á glímumótum á síðasta keppnistímabili vegna meiðsla, kom sterk til leiks að nýju og leiðir keppnina eftir fyrstu umferð bæði í +65 kg flokki kvenna og í opnum flokki Marín Laufey kemur sterk til leiks að nýju Marín Laufey og Jana Lind glíma. kvenna. Hlaut 4,5 vinninga af fimmmögulegum í +65 kg flokki og 5,5 vinninga af sex möguleg um í opnum flokki. Jana Lind Ellertsdóttir tók þátt í opnum flokki kvenna og varð í fjórða sæti með 3,5 vinninga, en hún varð að gefa glímuna um þriðja sætið vegna meiðsla sem hún varð fyrir á mótinu. Fleiri Sunnlendingar tóku þátt í mótinu, en Kjartan Lárusson og Ólafur Oddur Sigurðsson voru dómarar á mótinu. eo Evrópukeppni félagsliða í handbolta: Selfoss mætir Azoty-Puławy frá Póllandi Azoty-Puławy er mjög öflugt lið og situr í 2.-4. sæti í pólsku deildinni. Liðið hefur einnig verið fasta- gestur í Evrópu- keppnum síðustu ár og náð góðum árangri. esó Ársskýrsla Ungmennafélags Selfoss starfsárið 2010 BLAK Blaknefnd HSK er búin að dagsetja og finna hús fyrir öll HSK-mót fullorðinna í blaki veturinn 2018-2019. Fyrsta mótið er hraðmót karla og fer það fram í Hveragerði fimmtudaginn 1. nóvember og hefst kl. 19. Hraðmót kvenna verður í íþróttahúsinu á Hellu fimmtudaginn 1. nóvember og hefst kl. 18. Fyrri hluti héraðsmóts karla verður á Hvolsvelli miðvikudaginn 28. nóvember. Hjá konunum verður fyrri hlutinn á Flúðum þriðjudaginn 20. nóvember. Seinni hluti héraðsmóts karla verður á Flúðum þriðjudaginn 2. apríl 2019. Seinni hlutinn hjá kon unum veður haldinn á Laugarvatni miðvikudaginn 27. mars 2019. Stefnt er að unglingamóti seinni hluta mars 2019. Skráningar sendist á netfangið hsk@hsk.is . HSK-mótin í blaki hefjast 1. nóvember HSK-meistarar síðasta árs. Til vinstri: Lið Hrunamanna. Að ofan: Lið Hamars. Sími 482 1944 dfs@dfs.is
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy NDk5NDcz