-9.7 C
Selfoss

Menning á miðvikudegi í Skólholti hefst í dag

Vinsælast

Boðið verður upp á menningardagskrána „Menning á miðvikudegi“ í Skálholti alla miðvikudaga í sumar kl. 17:00.

Dagskráin samanstendur af fræðslugöngum, tónleikum, fræðsluerindum og ýmsum viðburðum tengdum sögu og tónlist í Skálholti. Fyrsti viðburðurinn er Ragnheiðarganga sem Friðrik Erlingsson leiðir um Skálholt þann 1. júní nk.

Allir viðburðir hefjast í eða við Skálholtsdómkirkju kl. 17:00 alla miðvikudaga í sumar.

Júní

1. júní 2022 kl. 17:00
Ragnheiðarganga. Friðrik Erlingsson leiðir göngu um slóðir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti.

8. júní 2022 kl. 17:00
Óskalögin við orgelið. Jón Bjarnason býður gestum að velja sitt óskalag.

15. júní 2022 kl. 17:00
Fræðsluganga um jurtagarðinn í Skálholti með Ingólfi Guðnasyni garðyrkjufræðingi.

22. júní 2022 kl. 17:00
Óskalögin við orgelið. Jón Bjarnason býður gestum að velja sitt óskalag.

29. júní 2022 kl. 17:00
Opin vinnustofa með Sumartónleikum í Skálholti. Komdu og kynntu þér dagskrá Sumartónleika í Skálholti.

Júlí

6. júlí 2022 kl. 17:00
Hljóðganga fyrir börn og fjölskyldur. Gangan endar með tónsmíðakennslu. Komdu og kynntu þér dagskrá Sumartónleika í Skálholti.

13. júlí 2022 kl. 17:00
Fræðsluganga um Skálholt. Bjarni Harðarson fræðir gesti sína um sögu Skálholts á sinn einstaka hátt.

20. júlí 2022 kl 17:00
Tónleikar Den voxne kammerkor. Kórinn kemur frá Danmörku og býður upp á tónleika í Skálholtskirkju.

27. júlí 2022 kl. 17:00
Fræðsluganga um jurtagarðinn í Skálholti með Ingólfi Guðnasyni garðyrkjufræðingi.

Ágúst

3. ágúst 2022 kl. 17:00
Ragnheiðarganga. Friðrik Erlingsson leiðir göngu um slóðir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti.

10. ágúst 2022 kl. 17:00
Fræðsluganga um Skálholt. Bjarni Harðarson fræðir gesti sína um sögu Skálholts á sinn einstaka hátt.

17. ágúst 2022 kl. 17:00
Óskalögin við orgelið. Jón Bjarnason býður gestum að velja sitt óskalag.

24. ágúst 2022 kl. 17:00
Ragnheiðarganga. Friðrik Erlingsson leiðir göngu um slóðir Ragnheiðar Brynjólfsdóttur í Skálholti.

31.ágúst 2022 kl. 17:00
Dauðra manna sögur – Bjarni Harðarson leiðir gesti um dauðra manna slóðir.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.

Nýjar fréttir