Fyrirhugað er að stækka húsnæði Icelandair Hótel Vík um 48 herbergi, en núverandi hótel var byggt 2014. Í nýju viðbyggingunni verða 20 lúxus herbergi ásamt fjórum 55 m² svítum. Hin herbergin verða fjölskylduherbergi á tveimur hæðum ásamt nokkrum minni herbergjum. Sérstök millibygging er samsett af „spa/wellness“ á 1. hæð ásamt tveimur heitum pottum fyrir gesti. Á 2. hæð verða fundasalir fyrir minni og stærri fundi og á 3. hæðinni „panorama northern light bar“ með svölum bæði til austurs og vesturs sem hægt verður að opna eftir veðri og vindum. Fyrirhuguð opnun viðbyggingarinnar er 1. maí 2019.
Icelandair Hótel Vík stækkað um 48 herbergi
![Icelandair_hotel-vik](https://i0.wp.com/www.dfs.is/wp-content/uploads/2017/12/Icelandair_hotel-vik.jpg?resize=1000%2C563&ssl=1)